Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Salvör íhugar forsetaframboð

31.03.2012 - 10:49
Mynd með færslu
 Mynd:
Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands, segist vera að íhuga það mjög alvarlega hvort hún muni bjóða sig fram til forseta. Salvör hefur verið orðuð við embættið og var fjórða í röðinni þegar Capacent Gallup spurði fólk á dögunum hvern það vildi sjá sem næsta forseta.

Fimm hafa lýst yfir framboði til embættis forseta Íslands en þrír mánuðir eru til kosninga. Það eru: Ólafur Ragnar Grímsson forseti, Ástþór Magnússn, athafnamaður í Reykjavík, Jón Lárusson, lögreglumaður á Selfossi, Hannes Bjarnason frá Eyhildarholti í Skagafirði sem búsettur er í Noregi og Herdís Þorgeirsdóttir, prófessor sem tilkynnti um framboð sitt í gær.