Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Salah Abdeslam framseldur til Frakklands

27.04.2016 - 08:51
epa05218693 Belgian security forces seal off an area during an anti-terror operation in the Molenbeek neighborhood of Brussels, Belgium, 18 March 2016. Media reports claim that fugitive terror suspect Salah Abdeslam has been wounded but arrested alive
Belgískir lögreglumenn að störfum 18. mars, þegar Abdeslam var handtekinn í Brussel. Mynd: EPA
Belgísk yfirvöld framseldu Salah Abdeslam í morgun til Frakklands. Abdeslam er grunaður um að hafa tekið þátt í hryðjuverkaárásunum í París í nóvember, sem kostuðu 130 lífið. Belgíska lögreglan hefur og yfirheyrt hann vegna tengsla við þrjá hryðjuverkamenn sem myrtu 32 menn á alþjóðaflugvellinum í Brussel og á jarðarlestarstöð í borginni 22. mars.

Abdeslam var handtekinn í Brussel 18. mars, eftir að hann særðist í skotbardaga við lögreglu. Hann hafði þá verið á flótta í fjóra mánuði, frá því að hryðjuverkaárásirnar voru gerðar í París, 13. nóvember. Nokkrum dögum eftir handtöku Abdelslams létu hryðjuverkamenn til skara skríða í Brussel. Að því er talið er vegna þess að þeir óttuðust að hringurinn um þá færi að þrengjast, eftir handtöku Abdeslams.

Salah Abdeslam er 26 ára. Hann er af marokkóskum uppruna en uppalinn í Belgíu.