Saga Spilverks þjóðanna – fyrri hluti

Mynd:  / 

Saga Spilverks þjóðanna – fyrri hluti

25.12.2018 - 12:40

Höfundar

Spilverk þjóðanna er ein af merkustu íslensku hljómsveitunum og sögu hennar eru gerð góð skil í tveimur nýjum þáttum í jóladagskrá Rásar 2. Viðmælendur eru liðsmenn Spilverksins og fara þau yfir söguna í tali og tónum.

Spilverk þjóðanna var stofnað 1974 í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Það er skipað Valgeiri Guðjónssyni, Sigurði Bjólu Garðarssyni, Agli Ólafssyni og Sigrúnu „Diddú“ Hjálmtýsdóttur. Tónlist Spilverksins einkenndist einna helst af órafmögnuðum hljóðfærum og skemmtilegri textagerð.

Spilverksliðar skilgreindu gjarnan tónlist sína sem „handknúna kammermúsík með rokkívafi” en kassagítarar, kontrabassi og ýmislegt slagverk var oftar en ekki í forgrunni. Spilverk þjóðanna starfaði 1974-1979.

Hlusta má á fyrri þáttinn með því að smella á myndina efst í færslunni.