Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Sæluvíma í sól og blíðu á Bræðslunni

Mynd með færslu
Ensími. Mynd: Aldís F. Borgfjörð Ásgeirsd�

Sæluvíma í sól og blíðu á Bræðslunni

26.07.2015 - 23:32

Höfundar

„Hér voru á milli tvo og þrjú þúsund manns í sæluvímu í sól og blíðu eins og síðustu tíu ár og ekki eitt einasta lögreglumál, að mér vitandi," sagði Magni Ásgeirsson, Borgfirðingur, tónlistarmaður og einn aðstandenda Bræðslunnar á Borgarfirði eystra.

Magni segir fjöldann vera svipaðan og síðustu fimm ár. „Það voru sennilega aðeins fleiri í fyrra, en þá var búinn að vera 20 stiga hiti í mánuð. Hér eru tjaldvagnar og húsbílar og tjaldsvæðið smekkfullt. Svo er náttúrulega tjaldað í öllum görðum."

Bræðslan fagnaði tíu ára afmæli í ár og hafa Borgfirðingar gert úr henni vikulanga hátíð með ýmsum viðburðum í bænum. Bræðslan sjálf var svo haldin í gærkvöld. Magni segir mikla fjölskyldustemningu hafa myndast baksviðs. „Þetta var eins og stór dagvistun. Það var einn barnavagn hérna á bakvið. Lára rúnars og Addi eru með pínulítið barn og allir Dimmu-strákarnir með sín börn. Þetta var voða fallegt. Við vorum að hugsa um að setja upp barnahorn hérna baksviðs.

Sumarið fyrir austan hefur verið heldur napurt og leit lengi út fyrir að kalt yrði á Borgarfirði á meðan hátíðinni stæði. Sólin lét hins vegar sjá sig í gær, en í dag var aftur komin svartaþoka og súld að sögn Magna.

Tengdar fréttir

Tónlist

Hamingjan var á Bræðslunni