Sækja bara flæðandi jólarusl í spes pokum

19.12.2019 - 15:28
Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson - RÚV
Heimilissorp sem kemst ekki í sorptunnu heimilisins þarf að fara í sérmerkta poka ef þeir eiga að vera hirtir með tunnunum. Starfsmenn Reykjavíkurborgar búast við auknu álagi á sorphirðu vegna neyslu og óstöðugs veðurs yfir jólahátíðina.

Blandaður úrgangur sem ekki kemst í tunnurnar verður ekki hirtur nema hann sé í sérmerktum pokum. Slíka poka má fá á 896 krónur stykkið á bensínstöðvum N1 í Reykjavík og í þjónustuveri Reykjavíkurborgar í Borgartúni.

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að til þess að koma í veg fyrir að ílát við heimili og grendargámar fyllist of fljótt þá er fólk hvatt til þess að endurnýta jólapappír og bönd. Bent er á vef Sorpu ef fólk þarf að afla sér frekari upplýsinga um flokkun ruslsins.

Fólk er beðið um að tryggja vel aðgengi að sorptunnunum, moka frá og greiða gönguleiðir. Það er til dæmis hægt að gera með því að salta og sanda. Íbúum býðst að sækja sér salt og sand sér að kostnaðarlausu á hverfastöðvar og verkbækistöðvar Reykjavíkurborgar.

Sorphirðudagatalið má skoða nánar hér.

 

birgirthh's picture
Birgir Þór Harðarson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi