Sæbjúgusúpa valin best

Mynd með færslu
 Mynd:

Sæbjúgusúpa valin best

20.04.2013 - 18:24
Sæbjúgusúpa fyrir Kínamarkað var valin besta nýsköpunin á málþingi um matvælaframleiðslu í dag.

Bryndís Skúladóttir, forstöðumaður umhverfismála hjá Samtökum iðnaðarins segir að kostnaður við brennslu og urðun hafi aukist og því borgi sig að nýta betur það sem fellur til við matvælaframleiðslu.

Matís, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Háskóli Íslands og Samtök iðnaðarins héldu málþing um nýsköpun í matvælaiðnaði. Verkefni nemenda í vistvænni nýsköpun matvæla voru til sýnis á þinginu. Hai sen-súpu úr sæbjúgum fyrir Kínamarkað var valin besta vistvæna nýsköpunin á þinginu en annað sem boðið var upp á var reykt bleikjupate, pepperoni með þaradufti, bleikjuborgari og árstíðabundnir grænmetisréttir.

Kostnaður við urðun og brennslu hefur aukist mikið.

„Það borgar sig frekar í dag að vinna og flytja á markað afurðir sem fæst lágt verð fyrir og eru svona aukaafurðirnar í vinnslunni. Fyrirtæki hafa lagt talsverða vinnu í þetta á undanförnum árum og hefur góður árangur náðst því það tekur tíma að finna markaði og byggja upp viðskiptasambandið. Þetta hefur verið að skila árangri undanfarin ár og ég á von á því að þetta muni sjást í tölfræði í minnkandi sláturúrgang t.d. á næstu árum", segir Bryndís.

Erum verið að spara hér mikla fjármuni?  

„Já, því að það er verið að selja vörur sem ekki hafa verið seldar áður og það er verið að minnka kostnað við urðun og brennslu".