Sádar verða með í Barein

epa07250410 (FILE) - Saudi King Salman bin Abdulaziz Al Saud attends a signing ceremony after his talks with Russian President Vladimir Putin (not pictured) in the Kremlin, Moscow, Russia, 05 October 2017 (reissued 27 December 2018). According to media reports on 27 December, Saudi King Salman announced a reshuffle of the cabinet where Ibrahim al-Assaf was appointed as foreign minister and Adel al-Jubeir as minister of state for foreign affairs.  EPA-EFE/SERGEI CHIRIKOV
Salman, konungur Sádi-Arabíu. Mynd: EPA-EFE - EPA
Sádi-Arabía og Sameinuðu arabísku furstadæmin ætla að taka þátt í ráðstefnu Bandaríkjamanna um málefni Palestínu í Barein í næsta mánuði. Tilkynnt var um þetta í morgun.

Stjórnvöld í Washington kynntu boðaða ráðstefnu um síðustu helgi sem eins konar forleik að nýjum friðarumleitunum milli Ísraelsmanna og Palestínumanna.

Þar myndu fulltrúar ríkisstjórna, kaupsýslumenn og annað áhrifafólk ræða efnahagstillögur tengdar nýrri friðaráætlun, þar á meðal stuðning við Palestínumenn.

Palestínskir ráðamenn fordæma ráðstefnuna og segja ekkert samráð hafa verið haft við þá við undirbúning hennar. Enginn hefði rétt til að semja um eitt eða neitt fyrir þeirra hönd.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi