Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Sá ráðherra við kökuborðið

15.12.2017 - 16:44
Mynd: RÚV / RÚV
Fyrsta umræða um fjárlagafrumvarp næsta árs stendur enn á Alþingi og hafa fjölmargir tekið til máls. Um klukkan fjögur ætlaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins að hefja ræðu sína en kvartaði undan því að hvorki heilbrigðisráðherra né fjármálaráðherra væru í salnum en hann óskaði eftir nærveru þeirra.

Benti Sigmundur Davíð á að sést hefði til heilbrigðisráðherra við sama kökuborð í mötuneyti og hann hefði staðið við um árið og fengið skömm fyrir. Var mikið hlegið í þingsal en Sigmundur Davíð gerði hlé á máli sínu og beið þess að ráðherrar kæmu í salinn sem þeir og gerðu. 
 

johannav's picture
Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir
Fréttastofa RÚV