Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

RÚV frumsýnir Silfur-Ref með Sólstöfum

Mynd með færslu
 Mynd: Sólstafir

RÚV frumsýnir Silfur-Ref með Sólstöfum

01.06.2017 - 13:51

Höfundar

Þungarokkssveitin Sólstafir frumsýna hér á vef RÚV myndband við Silfur-Ref, lag af breiðskífunni Berdreyminn sem kom út á dögunum.

Í myndbandinu er íslensk náttúra í forgrunni og jafnframt má greina ákveðna Game of Thrones dulúð í stemmningunni. 

Sólstafir hafa um árabil verið ein ástsælasta rokksveit þjóðarinnar og hlustendum RÚV að góðu kunn en platan Ótta var meðal annars valin plata ársins 2014 á Rás 2.

Tengdar fréttir

Tónlist

Sólstafir – Einar Hatari og Ronson

Tónlist

Sjöunda platan í vinnslu – nýtt myndband

Mynd með færslu
Tónlist

Sólstafir í Stúdíói 12 — myndband