Rútuslys varð á sjötta tímanum við afleggjarann við Kálfárvelli, skammt frá Lýsuhól á sunnanverðu Snæfellsnesi. Minnst fimm eru slasaðir eftir að rútan fór á hliðina. Ekki er vitað hve mikið fólkið er slasað. Sjúkrabílar, tækjabílar, lögregla, björgunarsveitir og þyrla Landhelgisgæslunnar eru á vettvangi. Samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum voru um fimmtán manns í rútunni.