Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Rústuðu hóteli í úrslitum Popppunkts

Mynd: RÚV / RÚV

Rústuðu hóteli í úrslitum Popppunkts

13.08.2016 - 08:37

Höfundar

Það gekk mikið á í úrslitaþætti Popppunkts, þar sem félagarnir í FM Belfast stóðu uppi sem sigurvegarar eftir hörkuleik við Grísalappalísu. Raunar gekk svo mikið á að hljómsveitunum tókst að rústa tilbúnu hótelherbergi þegar þær spreyttu sig á Rokkkastinu. Atganginn má sjá í spilaranum hér að ofan.

FM Belfast unnu öruggan sigur

Það er óhætt að segja að FM Belfast hafi haft frumkvæðið allan þáttinn. Þeir náðu fjögurra stiga forystu í vísbendingaspurningum í byrjun þáttar og héldu henni nokkuð örugglega allt til enda. Mestur varð munurinn 9 stig, en Grísalappalísa náði að klóra í bakkann í lokin og lokastaðan var 35 – 32 fyrir FM Belfast.

Átta hljómsveitir tóku þátt í Popppunkti þetta sumarið en keppnin stóð yfir í sjónvarpinu í júlí og ágúst.

Hægt er að horfa á úrslitaþáttinn í Sarpinum.