Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Rúnar Már skoraði í tapi Astana

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú - RÚV

Rúnar Már skoraði í tapi Astana

03.10.2019 - 16:45
Rúnar Már Sigurjónsson skoraði eina mark kasaksk­a liðsins Astana er liðið tapaði 2-1 gegn Partizan Belgrað í Evrópudeildinni í fótbolta í dag.

Liðin eru í L-riðli þar sem Partizan var með eitt stig eftir jafntefli gegn AZ Alkmaar í fyrsta leik en Astana tapaði 1-0 gegn Manchester United í fyrsta leik.

Astana er enn án stiga eftir leik dagsins þar sem Nígeríumaðurinn Umar Sadiq kom Partizan 2-0 yfir með marki í sitthvorum hálfleiknum áður en Rúnar Már minnkaði muninn fyrir Astana fjórum mínútum fyrir leikslok. Leikmenn Astana reyndu hvað þeir gátu að jafna leikinn í lokin en þeir þurftu að sætta sig við 2-1 tap á heimavelli.

AZ Alkmaar mætir Manchester United í síðari leik dagsins í riðlinum klukkan 16:55. Albert Guðmundsson verður ekki með AZ í leiknum frekar en næstu mánuði þar sem hann er fótbrotinn.