Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Rostungur í Seyðisfirði

24.07.2013 - 15:08
Mynd með færslu
 Mynd:
Rostungur sást flatmaga á skeri rétt undan ströndinni við Skálanes á Seyðisfirði á sunnudagsmorgun. Ólafur Örn Pétursson hjá Náttúru- og menningarsetrinu Skálanesi tók af rostungnum ljósmyndir og sagði hann hafa verið gæfan og rólegan.

Rostungurinn synti frá landi þegar flæddi að. Dýrið var ungt, heldur smávaxið og svo til ótennt. Það er því ljóst að þetta var ekki sami rostungur og sá sem heimsótti Reyðarfjörð fyrr í sumar eftir að hafa synt alla leið frá Færeyjum.

Að neðan getur að líta fleiri myndir sem Ólafur tók af rostungnum.