Skólahald í Flóaskóla Flóahreppi fellur niður vegna hálku á vegum og hvassviðris.
Ekkert skólahald verður í grunn- og leikskólum Vesturbyggðar né í skólum Hólmavíkur, í Súðavík og á Tálknafirði. Það sama á við í Þingeyjarsveit, þar hefur skólahaldi bæði verið aflýst í Þingeyrarskóla og í Stórutjarnarskóla
Allir skólar í Skagafirði eru lokaðir nema Árskóli á Sauðárkróki. Kennsla fellur niður í Varmahliðarskóla í Skagafirði og í leik- og grunnskólanum að Húnavöllum. Leikskólinn Birkilundi er lokaður í dag.
Kennsla fellur niður í grunnskólanum austan vatna í Skagafirði. Skólaakstur fellur niður í Klebergsskóla á Kjalarnesi, en skólinn er opinn.
Búast má við að starf grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu muni raskast í dag. Skólar eru opnir en foreldrar eru beðnir að fylgja yngri börnum í skóla og yfirgefa þau ekki fyrr en þau eru í öruggum höndum starfsfólks. Gera má ráð fyrir töfum á umferð, það getur því tekið lengri tíma að komast í skólann.
Skólahald fellur niður í Kleppjárnsreykjadeild og Varmalandsdeild Grunnskóla Borgarfjarðar í dag. Skólahald á Hvanneyri er í athugun.
Skólaakstur fyrir Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri fellur niður í dag. Skólinn er opinn en foreldrar sem senda börn sín í skólann eru beðnir um að keyra þau heim að dyrum.
Skólahald fellur niður í Brúarásskóla á Fljótsdalshéraði.
Fréttin verður uppfærð eftir því sem upplýsingar berast.