Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Rólegt yfir Kötlu

03.10.2016 - 09:36
Mynd: RÚV / RÚV
Ekki þykir líklegt að gos sé væntanlegt í Kötlu en aðeins mældust nokkrir smáskjálftar í öskjunni um helgina. Vísindaráð Almannavarna fundar um framhaldið í dag. Sigurdís Björg Jónasdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir hafa verið rólegt yfir Kötlu síðasta sólarhringinn. 

„Þetta er orðið ansi rólegt og búið að vera rólegt um helgina. Bara nokkrir smáskjálfta í öskjunni um helgina. Stærsti var svona 2,7 stig á laugardaginn. Svo er bara einn og einn smá skjálfti. En við erum ennþá með hana á gulu, eldfjallakóðinn, flugkóðinn er enn gulur en það verður endurskoðað núna í dag,“ segir Sigurdís sem var í viðtali í Morgunútvarpinu í morgun.

Viðtalið má hlusta á í heild sinni í spilaranum fyrir ofan. 

 

 

viktoriah's picture
Viktoría Hermannsdóttir
dagskrárgerðarmaður