Róhingjar vilja frekar deyja en snúa heim

23.01.2018 - 22:10
Róhingjar á flótta frá Mjanmar til nágrannaríkisins Bangladess. - Mynd: EPA Images / EPA Images
Róhingjar sem flúðu ofsóknir í Mjanmar fengu í dag leyfi til að snúa aftur til síns heima. Margir þeirra segjast frekar vilja deyja en að snúa aftur.

Um 650 þúsund Róhingjar voru hraktir frá heimilum sínum af stjórnarhernum í Mjanmar í haust. Þeir halda nú til í flóttamannabúðum í nágrannaríkinu Bangladesh en ríkin náðu samkomulagi í byrjun árs um að þeir fái að snúa aftur. Monsúntíminn hefst í mars og það er mat flestra að þá verði nær ólíft í búðunum. Stjórnvöld gera ráð fyrir að taka á móti allt að 300 manns á dag. Þrátt fyrir mikla neyð og ömurlegar aðstæður vilja margir Róhingjanna alls ekki allir snúa aftur, minnugir morða og ofbeldis af hálfu stjórnarhermanna. 

Bjarni Pétur Jónsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi