Róhingjar enn hraktir frá Mjanmar

06.03.2018 - 07:42
Erlent · Asía · Mjanmar · Róhingjar
epa06305794 YEARENDER 2017 OCTOBER
Róhingjar á flótta frá Mjanmar til nágrannaríkisins Bangladess. Mynd: EPA Images
Þjóðernishreinsanir halda áfram í Mjanmar þar sem Róhingja-múslimar eru hraktir úr landi. Yfirmaður mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna segir að stjórnarher Mjanmar haldi áfram að beita Róhingja harðræði og hundruð streymi yfir landamærin til Bangladess í hverri viku.

Meira en 700 þúsund Róhingjar hafa flúið yfir landamærin frá því að ofsóknir gegn þeim hófust í ágúst í fyrra. Sagt er að stjórnarhermenn hafi breytt um aðferðir við að hrekja fólk frá heimilum sínum þannig að í stað fjöldamorða og nauðgana sem þeir beittu í fyrra séu Róhingjar beittir ógnarstjón og sveltir til þess að knýja þá til að flýja land.

 

Þorvaldur Friðriksson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi