Róbert Marshall og Brynhildur Pétursdóttir, fyrrverandi þingmenn Bjartrar framtíðar, sögðu sig bæði úr flokknum í morgun. Þau segja bæði að ákvörðunin hafi ekkert með stjórnmál eða yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræður að gera, heldur ætli þau bæði að snúa sér að öðru. Hvorugt þeirra hafði ætlað sér að taka sæti á Alþingi eftir kosningarnar í haust.