Róa yfir Atlantshafið

Mynd með færslu
 Mynd:

Róa yfir Atlantshafið

10.06.2013 - 07:20
Fjórir róðrarkappar, Einar Örn Sigurdórsson, Eyþór Eðvarðsson, Kjartan Jakob Hauksson og Svanur Wilcox, eru lagðir af stað frá Sirivåg í Noregi á sérstökum úthafsróðrarbát, en þeir ætla sér að róa alla leið til Íslands með viðkomu í Orkneyjum og Færeyjum.

Róðurinn hófst þann 17. maí síðastliðinn í Kristiansand í Noregi. Leiðin sem í heild áætlað er að róa er um tvö þúsund kílómetrar og ekki er vitað til þess að hún hafi verið róin áður. Róðrarkapparnir komast því í heimsmetabók Guinness ef þeim tekst að ljúka róðrinum, en tilgangurinn með honum auk þess að vekja áhuga á tengslum Íslands við Noreg, Orkneyjar og Færeyjar.