Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

RNA um einkavæðingu ekki skipuð strax

14.04.2014 - 19:31
Mynd með færslu
 Mynd:
Rannsóknarnefnd um einkavæðingu bankanna verður ekki skipuð fyrr en forsætisnefnd Alþingis hefur metið reynslu af vinnu þeirra rannsóknarnefnda sem skilað hafa skýrslum frá hruni. Þetta segir Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis.

Þrjár rannsóknarnefndir hafa verið skipaðar og allar hafa skilað skýrslum sínum. Þetta eru rannsóknarnefnd Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna, rannsóknarnefnd um starfsemi Íbúðalánasjóðs og rannsóknarnefnd Alþingis um aðdraganda og orsök erfiðleika og falls sparisjóðanna. 

Forseti Alþingis segir að mögulega þurfi að breyta lögum um rannsóknarnefndirnar. Í nóvember 2012 samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu um að einkavæðing bankana á árunum 1998 til 2003 yrði rannsökuð.