Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Rjúfa þögnina um umdeilda Starbucks-bollann

Mynd með færslu
 Mynd: HBO

Rjúfa þögnina um umdeilda Starbucks-bollann

05.09.2019 - 09:21

Höfundar

Framleiðendur hinnar geysivinsælu þáttaraðar um Krúnuleikana, Game of Thrones, hafa rofið þögnina um kaffibollann sem stal senunni í þætti í síðustu seríunni sem sýndur var fyrr á árinu.

Í veisluatriði í fjórða þætti vakti einkennilegur hlutur á miðju veisluborði athygli áhorfenda. Reyndist þar vera kaffimál frá Starbucks-keðjunni, sem sannarlega átti ekki við.

HBO náði síðar að fjarlægja bollann úr senunni, en skaðinn var skeður enda fátt sem fer fram hjá aðdáendum þáttanna. Dan Weiss og David Benioff, sem stýrðu framleiðslunni, hafa nú tjáð sig um mistökin. Þeir líktu því við það að vefa persneskt teppi.

„Það er hefð að gera smávegis mistök þegar teppin eru unnin, því aðeins Guð getur gert eitthvað fullkomið,“ sagði Benioff á léttum nótum, áður en hann viðurkenndi að athyglin hefði einfaldlega verið of mikil á persónunum í senunni.

„Við vorum með alla einbeitinguna á Daenerys og Jon Snow að við hreinlega sáum ekki kaffimálið þarna í miðjunni. Ég trúði þessu ekki í fyrstu og varð mjög vandræðalegur: Hvernig gat þetta gerst? En að lokum var hægt að líta á björtu hliðarnar. Þetta eru bara smávegis mistök sem má hlæja að núna,“ sagði Benioff.

Ekki hefur þó verið útskýrt hvernig vatnsflaska endaði í atriði þáttanna síðar í seríunni, en þessi mistök voru vatn á myllu þeirra aðdáenda sem hafa viljað láta endurgera síðustu þáttaröðina.

Tengdar fréttir

Sjónvarp

Vilja láta endurgera nýjustu þáttaröðina

Menningarefni

Starbucks-bolli stelur senunni í Krúnuleikunum

Sjónvarp

Fádæma vinsældir Game of Thrones

Sjónvarp

Forsaga Game of Thrones í startholunum