Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Rithöfundar fái Gunnarshús

11.06.2012 - 12:10
Mynd með færslu
 Mynd:
Menningar- og ferðamálaráð Reykjavíkurborgar hefur lagt til að borgin gefi Rithöfundarsambandinu Gunnarshús, hús Gunnars Gunnarssonar skálds og Franziscu konu hans. Tilefni gjafarinnar er að Reykjavíkurborg er bókmenntaborg Unesco í ár.

Gunnarshús var byggt á árunum 1950-52 eftir teikningum Hannesar Kr. Davíðssonar.   Í greinargerð sem fylgir tillögunni kemur fram að við gerð fjárhagsáætlunar árið 2011 hafi verið samþykkt að húsið yrði afhent sambandinu til eignar en tillögu menningar-og ferðamálaráðs hefur nú verið vísað til borgarráðs.