
Ríkisstjórnir gleymi öryrkjum eftir kosningar
„Þessi ríkisstjórn og fyrri ríkisstjórnir gleyma alltaf öryrkjum. Menn lofa og lofa fyrir kosningar, en um leið og kosningarnar eru afstaðnar þá gleyma þeir. Þeir gleyma algjörlega. Öryrkjar og eldri borgarar fá aldrei afturvirkar hækkanir. Aldrei. Hafa aldrei fengið afturvirkt. Allir aðrir fá afturvirkar hækkanir.“
Guðmundur Ingi gagnrýndi sömuleiðis að allir launþegar hækki í launum samkvæmt launavísitölu en hjá öryrkjum er miðað við neysluvísitölu. Hann sagði að fyrirspurn hefði verið lögð fram til fjármálaráðherra um persónuafslátt fyrir sex vikum en engin svör borist.„ Sex vikur. Ekkert heyrst. Engin afsökun. Ekkert. Ekki beðið um frest. Sex vikur. Ég held að það sé alvarleg gleymska í gangi hjá þessari ríkisstjórn og hún þurfi að fara á minnisnámskeið,“ sagði Guðmundur Ingi Kristinsson á Alþingi í dag.