Hæstiréttur staðfesti í dag tvo dóma Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem tekist var á um lögmæti þess að ríkið leggi 76 prósenta toll á innflutning á frönskum kartöflum. Fyrirtækin Innnes og Hagar stefndu íslenska ríkinu þar sem þau töldu skattheimtuna ganga lengra en svo að hún stæðist sjónarmið um jafnræði og meðalhóf. Því hafnaði ríkið, sem og þeirri kröfu fyrirtækjanna tveggja að ríkið myndi endurgreiða þeim tollinn. Samanlagt vildu fyrirtækin fá 100 milljónir í sinn hlut.