Rík skylda að berjast gegn áreitni og ofbeldi

12.12.2017 - 14:09
OLYMPUS DIGITAL CAMERA
 Mynd: Energepic - Pexels
Stjórn Félags atvinnurekenda hvetur félagsmenn eindregið til að tryggja að kynferðisleg og kynbundin áreitni, ofbeldi og mismunun líðist ekki í fyrirtækjum þeirra.

Í tilkynningu frá Félagi atvinnurekenda segir að það fagni umræðunni um málaflokkinn að undanförnu. Fyrirtæki þurfi skýra og aðgengilega starfsmannastefnu. Miðla þurfi upplýsingum um hvert starfsmenn geti snúið sér verið þeir fyrir ofbeldi, áreitni eða einelti og skýra ferla þurfi til að taka á slíkri framkomu og ákveða viðurlög gagnvart gerendum. „Stjórn FA hvetur eigendur og stjórnendur fyrirtækja í félaginu jafnframt til að ganga á undan með góðu fordæmi,“ segir í tilkynningunni.

Skylda vinnuveitenda til að tryggja starfsmönnum heilbrigt starfsumhverfi er rík, að því er fram kemur í tilkynningunni. Þeir þurfi að taka skýra afstöðu gegn hvers konar ofbeldi og áreitni og gera starfsmönnum ljóst að slík hegðun verði ekki liðin.

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi