Rigningar slökkva gróðurelda

07.02.2020 - 08:06
epaselect epa08199313 Liverpool Plains farming neighbors James Purshouse (L) and Jock Tudgey pictured on Jock's property in Newhaven, in the Liverpool Plains region of New South Wales (NSW), Australia, 07 February 2020. Farmers in NSW, who are battling an extended drought, welcomed the rainfall after months of devastating bushfires in the country.  EPA-EFE/PETER LORIMER AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT
Þessir bændur í Nýja Suður-Wales fögnuðu ákaft rigningunni. Mynd: EPA-EFE - AAP
Mikil úrkoma í austanverðri Ástralíu hefur dregið verulega úr gróðureldum í Nýja Suður-Wales. Vatnsveðrið hefur slökkt um þriðjung elda í fylkinu undanfarinn sólarhring eða um tuttugu af sextíu eldum sem þar loguðu.

Spáð er áfram rigningu á þessum slóðum, fram í næstu viku, og hafa yfirvöld varað við hættu á flóðum í Sydney og öðrum borgum og bæjum við austurströndina. Íbúar fagna úrkomunni, en miklir þurrkar hafa verið í Nýja Suður-Wales undanfarin ár.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi