Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Rigning og eldingar

07.11.2011 - 15:30
Mynd með færslu
 Mynd:
Úrhellisrigning hefur verið á suðvesturhorni landsins síðustu klukkutíma. Mesta úrkoman í dag hefur mælst í Hellisskarði á Hellisheiði, 25,2 millimetrar, og 24,9 í Grindavík. Mesta rigningin er að ganga yfir, en Veðurstofan spáir hins vegar stormi á vesturhelmingi landsins til fyrramáls.

Á veðursjá Veðurstofu Íslands má fylgjast með úrkomunni, en veðursjáin er staðsett á Miðnesheiði, skammt frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Á meðfylgjandi mynd má sjá hvernig úrkoman var klukkan 15:45, á vef Veðurstofunnar segir að notagildi myndanna sem Veðursjáin sendir sé mest þegar fylgst sé með úrkomu sem kemur úr suðri og suðvestri. Myndin uppfærist á 15 mínútna fresti.

Einnig má sjá á vef Veðurstofunnar fjölda eldinga sem verið hafa á Suðurlandi í dag og á belti sem nær mörg hundruð kílómetra í suður frá landinu. Víðáttumikil lægð er á Atlantshafi, sem veldur veðrinu hér í dag; eldingarnar sem sjást á kortinu verða á skilum lægðarinnar.