Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Reyndu nýja flaug sem skotið er frá kafbátum

03.10.2019 - 05:18
epa07890797 A photo released by the official North Korean Central News Agency (KCNA) shows the successful launch from a submarine of a Pukguksong-3, a new-type ballistic missile 
by the Academy of Defence Science of the Democratic People's Republic of Korea, in the waters off Wonsan Bay of the East Sea of Korea, 02 October 2019. According to South Korea's Joint Chiefs of Staff (JCS), North Korea again fired balistic missiles toward the East Sea ahead of the envisioned resumption of the stalled denuclearization talks with the United States.  EPA-EFE/KCNA   EDITORIAL USE ONLY
 Mynd: EPA-EFE - KCNA
Norður-Kóreumenn fullyrða að önnur eldflauganna sem þeir skutu á haf út í gær sé af nýrri og áður óreyndri gerð, sem hönnuð er til að skjóta á loft frá kafbátum. Í tilkynningu frá stjórnvöldum, sem lesin var upp í ríkissjónvarpinu þar eystra, segir að flaugin, Pukguksong-3, hafi verið hönnuð og smíðuð til að verjast utanaðkomandi ógnum og efla varnir landsins til muna. Tilraunaskotið gekk að óskum, segir í tilkynningunni.

 Kim Jong-un, alræðisherra landsins, var ekki viðstaddur þegar flauginni var skotið á loft en hann sendi tækni- og vísindamönnum hersins „hugheilar hamingjuóskir" með árangurinn.

Eldflaugaskot gærdagsins eru túlkuð sem ögrun og sýndarmennska í senn, því flaugunum var skotið á loft daginn eftir að stjórnin í Pjong Jang upplýsti að hún hefði samþykkt að taka upp þráðinn í friðar- og afvopnunarviðræðum sínum við stjórnvöld í Washington. Fyrstu fundirnir í nýrri viðræðulotu eiga að fara fram um helgina.