Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Reyndi að laumast um borð í skip

25.02.2016 - 06:48
Mynd með færslu
 Mynd: Anton Brink RÚV - RÚV Anton Brink
Erlendur maður var handtekinn við Sundahöfn, athafnasvæði Eimskips, í nótt grunaður um að hafa ætlað um borð í millilandaskip. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn var vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn máls.

 

Skömmu eftir miðnætti var ungur maður handtekinn á heimili í Hafnarfirði grunaður um heimilisofbeldi.  Maðurinn var í annarlegu ástandi og  vistaður i fangageymslu, segir í tilkynningu frá lögreglu. 

Á sjöunda tímanum í gærkvöld voru tveir menn handteknir, grunaðir um fjársvik í verslun í Kópavogi. Þeir eru vistaðir í fangageymslu vegna rannsóknar málsins. 

 

asrunbi's picture
Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV