Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Reyna að tryggja samstöðu um hálendisþjóðgarð

14.11.2018 - 16:11
Mynd: Einar Rafnsson / RÚV
Óli Halldórsson er formaður þverpólitískrar nefndar sem á að skila af sér tillögu að lagafrumvarpi næsta haust um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Að mörgu er að huga í því starfi; ákveða þarf hvar mörk þjóðgarðsins eiga að liggja, ræða við fjölmarga hagsmunaaðila sem hafa ólíka sýn og skoðanir og skoða hvernig best færi á að stjórnskipulag garðsins yrði. Óli dregur enga fjöður yfir það að verkið er flókið og ólíklegt að allir verði ánægðir að lokum, en segir til mikils að vinna.

Rætt var við Óla í Samfélaginu á Rás 1 og hlusta má á viðtalið við hann í spilaranum hér að ofan.

thorhildurg's picture
Þórhildur Guðrún Ólafsdóttir
dagskrárgerðarmaður