Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Reykjavíkurdætur - Beatles og aðrir bítlar

Reykjavíkurdætur - Beatles og aðrir bítlar

03.02.2019 - 15:19

Höfundar

Í þættinum í dag heyrum við viðtöl við nokkra íslenska tónlistarmenn og hljómsveitir sem spiluðu á Eurosonic Festival í Hollandi núna um miðjan janúar.

Það voru 7 íslensk númer sem komu fram á Eurosonic og við heyrum í fjórum þeirra.

Rokkland hitti og spjallaði á hátíðinni við Reykjavíkurdætur, harðhausana í Une Misére og þær Bríeti og Hildi. En það er ekki bara Eurosonic í þessum þætti vegna þess að Bítlarnir og Peter Jackson, Robert Plant og Secret Solstice, James Bay og gítararnir hans David Gilmour koma líka við sögu.

Umsjón: Ólafur Páll Gunnarsson
[email protected]

Rokkland minnir svo á hlaðvarpið þar sem nálgast má eldri þætti langt aftur í tímann, hlaða þeim í tól sín og tæki og hlusta jafnvel á aftur og aftur. Það er líka hægt að gerast áskrifandi að Rokklands-hlaðvarpinu í gegnum iTunes. Og hér fyrir neðan er nýjasti Rokkland mælir með-playlistinn á Spotify-
 

Tengdar fréttir

Tónlist

Marianne Faithfull og lög um lífið og söknuð

Tónlist

Verðlaunamúsík og meira

Tónlist

Nýtt vín á misgömlum belgjum..

Tónlist

Rokkland - brot af því besta 2018