Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Reykjavík: Loftmengun yfir mörkum

01.03.2017 - 14:22
Mynd með færslu
Loftmengun af völdum brennisteinsvetnis á höfuðborgarsvæðinu kemur nánast eingöngu frá jarðvarmavirkjunum á Hellisheiði.  Mynd: Wikipedia - Wikipedia
Styrkur brennisteinsvetnis í andrúmslofti er nú yfir heilsuverndarmörkum í Reykjavík. Vegna veðuraðstæðna er líklegt að styrkurinn verði áfram hár í dag og næstu daga. Brennisteinsvetnismengun á höfuðborgarsvæðinu kemur að nánast öllu leyti frá jarðhitavirkjunum á Hellisheiði samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðiseftirlitinu.

Við mælistöðina á Grensásvegi var styrkur brennisteinsvetnis 67,45 míkrógrömm á rúmmetra rétt fyrir hádegið, en sólarhrings heilsuverndarmörk eru 50 míkrógrömm á rúmmetra. 

Styrkur niturdíoxíðs hefur einnig verið hár undanfarna daga. Sú mengun kemur aðallega frá bifreiðum og er mest á morgnana og síðdegis, þegar umferð er mest. 

 

Björn Malmquist
Fréttastofa RÚV