Reykingabann í Svíþjóð

30.06.2019 - 21:20
Mynd með færslu
 Mynd:
Reykingabann tekur gildi í Svíþjóð á morgun, 1. júlí. Bannið nær til hefðbundinna sígaretta sem og notkun rafrettna á ýmsum svæðum, innandyra og utandyra. Þeir sem virða ekki bannið geta átt von á sekt ef þeir neita að yfirgefa staðinn.

Þetta kemur fram á vef Exprssen. Þar segir meðal annars að notkun tókbaks og rafrettna verði óheimil innanhúss í sameign íbúðarhúsa, fyrir utan anddyri staða sem opnir eru almenningi líkt og afgirt íþróttasvæði og leikvellir. Þá einnig óheimilt að reykja í herbergjum þar sem börn eða ungt fólk dvelur reglulega í, ásamt leikvöllum og skólalóðum. Það sama á við um heilbrigðisstofnanir. 

 

 

helenars's picture
Helena Rós Sturludóttir
Fréttastofa RÚV