Réttað yfir blaðakonu gagnrýnni á Duterte

23.07.2019 - 04:25
epa07366362 (FILE) - Maria Ressa, CEO and Executive Editor of online news site Rappler and President of Rappler Holdings Corporation, reacts during an interview in Manila, Philippines, 16 January 2019 (reissued on 13 February 2019). Reports on 13 February 2019 state Philippine journalist Maria Ressa, editor of the Rappler news Web site has been arrested by Philippine authorities on libel charges.  EPA-EFE/FRANCIS R. MALASIG
 Mynd: EPA - RÚV
Í dag hefjast réttarhöld á Filippseyjum yfir blaðakonunni Maria Ressa sem skrifað hefur með gagnrýnum hætti um Rodrigo Duterte forseta landsins. Hún rekur fréttasíðuna Rappler og var útnefnd manneskja ársins í fyrra fyrir blaðamennsku sína.

Ressa er sökuð um að hafa brotið gegn lögum um meinyrði með umfjöllun um athafnamann og meintra tengsla hans við dómara við æðsta dómstól Filippseyja. Rannsóknarnefnd á vegum hins opinbera komst að þeirri niðurstöðu að Ressa hefði ekki gerst brotleg við lög en engu að síður ákvað ríkissaksóknari að ákæra hana.

Baráttufólk fyrir fjölmiðlafrelsi segir réttarhöldin vera af pólitískum toga - tilgangurinn sé að þagga niður í fjölmiðlafólki á Filippseyjum og senda skýr skilaboð um að gagnrýnin umfjöllun um stjórnvöld sé ekki leyfileg.

Meðal þeirra sem lýst hafa áhyggjum sínum er utanríkisráðherra Kanada, Chrystia Freeland, Madeline Albright fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og mannréttindalögfræðingurinn Amal Clooney.

Ákæran byggir á umdeildum lögum um netglæpi sem snúa að ýmsum afbrotum. Verjendur Ressa segja að óheimilt sé að ákæra hana fyrir brot á lögunum þar sem þau hafi ekki tekið gildi fyrr en nokkrum mánuðum eftir að umfjöllun hennar birtist á Rappler árið 2012. Röksemdir ákæruvaldsins fyrir ákærunni eru að fréttin hafi verið uppfærð árið 2014, eftir gildistöku laganna, þar sem innsláttarvilla var leiðrétt.

Ressa þarf ekki að vera viðstödd réttarhöldin og samkvæmt Rappler mun hún ekki mæta í dómssal í höfuðborginni Manilla.

Þyrnir í síðu Duterte

Ressa hefur verið handtekin nokkrum sinnum á þessu ári og verið ákærð fyrir skatt- og fjársvik. Hún sagði í mars, er hún var handtekin síðast, Rappler ekki beina fréttaflutningi sínum gegn Duterte. Miðillinn og starfsfólk hans væri einfaldlega að vinna vinnuna sína við að hafa eftirlit með stjórnvöldum.

epa07733235 Philippine President Rodrigo Duterte delivers his State of the Nation Address (SONA) at the Philippine Congress in Quezon City, east of Manila, Philippines, 22 July 2019. President Duterte delivered his fourth SONA, amidst street demonstrations criticizing his policies including diplomatic relations with China and the continued so called 'war on drugs'.  EPA-EFE/ROLEX DELA PENA
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Rodrigo Duterte forseti Filippseyja.

Rappler hefur fjallað með gagnrýnum hætti um stjórn Duterte sem staðið hefur fyrir blóðugu stríði gegn fíkniefnaneytendum og -sölum sem kostað hefur þúsundir mannslífa. Fyrir skömmu samþykkti mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna ályktun sem lögð var fram af sendinefnd Íslands um óháða rannsókn á aðstæðum á Filippseyjum.

Ályktunin var harðlega gagnrýnd af Duterte og ráðherrum í stjórn hans. Meðal annars hafa filippseysk stjórnvöld hótað að slíta stjórnmálasambandi við Ísland.

thorvardurp's picture
Þorvarður Pálsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi