Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Rétt talið í Fjarðabyggð en D-atkvæði ógilt

Mynd með færslu
 Mynd: Rúnar Snær Reynisson - RÚV
Úrslit standa í Fjarðabyggð og er meirihluti Sjálfstæðismanna og Framsóknar þar fallinn á tveimur atkvæðum en ekki einu. Vegna þess hve mjótt var á munum gaf yfirkjörstjórn í Fjarðabyggð framboðum þar í dag kost á að skoða kjörseðla og telja. Í tilkynningu frá kjörstjórn kemur fram að allt hafi reynst rétt talið. Athugasemd hafi hinsvegar verið gerð við eitt atkvæði til D-lista sem hafði verið tekið sem gilt atkvæði. Var það úrskurðað ógilt en breytir engu um úthlutun sæta í bæjarstjórn.

Fjarðlistinn hlaut 34,1% og fjóra menn, Sjálfstæðisflokkur 25,5% og tvo menn, Framsókn og óháðir 23,6% og tvo menn og Miðflokkur 16,8% og einn mann. Auðir og ógildir seðlar voru 3,2%. 

Fjarðalistinn getur nú myndað meirihluta með hvaða flokki sem er en Miðflokkur, Sjálfstæðisflokkur og Framsókn gætu líka myndað meirihluta.