Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Reiður kaffibolli slær í gegn

07.10.2012 - 23:15
Mynd með færslu
 Mynd:
„Angry coffee" eða reiður kaffibolli er nafn á nýjum kaffidrykk sem kaffihús á Akureyri er farið að bjóða upp á. Kaffidrykkurinn hefur vægast sagt vakið mikla athygli.

Kaffidrykkurinn hefur verið í boði á Kaffi Költ á Akureyri frá því vor og vakið mikla athygli gesta. Fáir þora þó að panta sér hann -  og ekki að ástæðulausu. Reiði kaffibollinn er 50 krónum dýrari en venjulegur kaffibolli enda fylgja leikþættinum þó nokkur þrif. 

Magnús Þór Eggertsson er einn af eigendum Kaffi Költ. „Það hefur skvest yfir á föt, það er erfitt að skjóta alveg rétt hérna yfir borðið, þannig að það hefur farið alveg yfir borðið og svo stundum skellir maður niður og það gerist ekki neitt," segir hann.

Magnús segir að þar sem hann sé frekar geðgóður maður krefjist það mikillar einbeitni að bera kaffið fram svona hranalega - en gestir virðast hafa gaman af uppátækinu. Þessu fylgi mikil þrif og mikið kaffi fari til spillis. Ekkert sé á þessu að græða annað, þetta sé bara persónulegur húmor og þetta nái ekkert lengra en það.

„Þetta er bara skemmtilegt fyrir mig og fá fólk til að hlæja," segir hann.