Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Refsa hermönnum vegna þjóðernishreinsanna

17.08.2018 - 16:31
epa06162318 Myanmar soldiers walk in ChainKharLi Rakhine ethnic village, an area close to fighting at Rathedaung township of northern Rakhine State, western Myanmar, 25 August 2017. According to a statement by the Myanmar Armed Forces, at least 32 people,
Hermenn í Rakhine í Mjanmar. Mynd: EPA-EFE - EPA
Bandaríska fjármálaráðuneytið hefur gripið til refsiaðgerða gegn fjórum háttsettum mönnum í her og lögreglu Mjanmar vegna þátttöku í meintum þjóðernishreinsunum og öðrum mannréttindabrotum gegn Róhingjum.

Refsiaðgerðirnar eru hörðustu viðbrögð bandarískra yfirvalda vegna aðgerða yfirvalda í Mjanmar gegn Róhingjum, sem hófust í ágúst í fyrra. Meira en 700 þúsund Róhingjar hafa flúið heimili sín, flestir til nágrannaríkisins Bangladess, og talið er að þúsundir þeirra hafi látið lífið.

Hér má lesa ítarlega fréttaskýringu um málefni Róhingja.

Stjórnvöld í Washington gengu þó ekki svo langt að beita refsigerðum gegn æðstu yfirmönnum í her Mjanmar og lýsa aðgerðum gegn Róhingjum ekki sem glæpum gegn mannkyni eða þjóðarmorði, heldur þjóðernishreinsunum. Hvaða hugtök ætti að nota um aðgerðirnar hefur verið umdeilt innan bandaríska stjórnkerfisins samkvæmt frétt Reuters.

Þeir Aung Kyaw Zaw, Khin Maung Soe og Khin Hlaing í her Mjanmar og lögreglustjórinn Thura San Lwin hjá landamæralögreglunni eru nafngreindir í skjölum bandaríska fjármálaráðuneytisins. Auk þess taka refsiaðgerðirnar til tveggja herdeilda í her Mjanmar.

Þær fela í sér að allir erlendir reikningar í eigu þeirra sem þær taka til eru frystir og þeir geta ekki nýtt sér alþjóðlegar fjármálastofnanir og stundað viðskipti á erlendri grundu.

Yfirvöld í Mjanmar og her landsins hafa ávallt neitað ásökunum um þjóðernishreinsanir. Ráðist hafi verið í aðgerðir gegn Róhingjum til að vinna sigur á hryðjuverkahópum.

epaselect epa06256909 Rohingya refugees wait to get relief goods in Ukhiya, Coxsbazar, Bangladesh, 10 October 2017. According to the United Nations High Commissioner for Refugees (UNHCR), more than 525 thousand Rohingya refugees have fled Myanmar from