Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Ratko Mladic áfrýjar lífstíðardómi

22.03.2018 - 18:33
epa06343513 Bosnian Serb military chief Ratko Mladic shows a thumb up, as he enters the Yugoslav War Crimes Tribunal for the verdict hearing in his genocide trial, in The Hague, Netherlands, 22 November 2017. Mladic's trial is the last major case for
 Mynd: EPA-EFE - ANP Pool
Ratko Mladic, fyrrverandi æðsti yfirmaður hers Bosníu-Serba, áfrýjaði í dag dómi stríðsglæpadómstóls Sameinuðu þjóðanna frá því í nóvember síðastliðnum. Hann var þá sakfelldur fyrir stríðsglæpi og þjóðarmorð í Júgóslavíustríðinu á árunum 1992 til 1995 og dæmdur til fangelsisvistar það sem eftir er ævinnar.

Í áfrýjuninni hvatti Mladic til þess að öllum þeim röngu niðurstöðum sem stríðsglæpadómstóllinn komst að á neðra dómsstigi yrði ýmist snúið við eða vísað frá. Ákæruvaldið áfrýjaði einnig dóminum og fór fram á að Mladic yrði sakfelldur fyrir nokkra ákæruliði sem hann var sýknaður af með dóminum í nóvember.

Ratko Mladic var dæmdur fyrir ýmsa glæpi í Júgóslavíustríðinu, svo sem blóðugt umsátur um Sarajevóborg í Bosníu og fjöldamorðin í Srebrenica árið 1995.

 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV