Rás 1 safnar sögum úr COVID-19 faraldrinum

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV

Rás 1 safnar sögum úr COVID-19 faraldrinum

26.03.2020 - 15:39

Höfundar

Í dag opnaði gátt á RÚV.is þar sem hægt er að senda inn frásagnir af því ástandi sem COVID-19 faraldurinn hefur skapað.

Á vefsvæðinu Sögur úr kófinu er hægt að senda inn hljóðskrár og texta um reynslu fólks af COVID-19 faraldrinum.

Efnið verður notað í dagskrárgerð á Rás 1 og er fólk hvatt til að senda sögur, dagbókarfærslur, hugrenningar, samtöl og hvers konar heimildir um reynslu sína af COVID-19 og því ástandi sem faraldurinn hefur skapað.

Óskað er eftir því að heyra hvernig fólki líður, hvort sem það hefur smitast eða ekki. Hvernig fólk hefur brugðist við ástandinu, hvaða áhrif það hefur haft á andlega líðan, fjölskyldulíf og félagslíf, vinnu.

Sendið inn sögur á www.ruv.is/sogururkofinu.