Raptors sigruðu Golden State

epa07628811 Golden State Warriors player DeMarcus Cousins (R) loses the ball against Toronto Raptors Danny Green (L) during the NBA Finals game three between the Toronto Raptors and the Golden State Warriors at Oracle Arena in Oakland, California, 05 June 2019.  EPA-EFE/JOHN G MABANGLO SHUTTERSTOCK OUT
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Raptors sigruðu Golden State

06.06.2019 - 03:59
Toronto Raptors bar sigur úr býtum gegn ríkjandi meisturum Golden State Warriors í þriðja leik liðanna í úrslitakeppni NBA í nótt, með 123 stigum gegn 109. Leikurinn fór fram á heimavelli Golden State í Oakland í Kaliforníu.

Toronto voru með forystu í leiknum nánast frá fyrstu mínútu og var sigurinn aldrei í hættu. Liðið leiðir einvígið með tveimur sigrum gegn einum.

Stephen Curry var stigahæstur í liði Golden State með 47 en Kawhi Leonard í liði Toronto með 30. Pascal Siakam náði flestum fráköstum, níu, en Curry átta. Kyle Lowry leikmaður Toronto var með flestar stoðsendingar, níu, og Curry var með flestar af leikmönnum Golden State, sjö.

Liðin etja næst kappi aðfaranótt sunnudags í Toronto.

Tengdar fréttir

Körfubolti

Golden State jafnaði úrslitaeinvígið