Toronto voru með forystu í leiknum nánast frá fyrstu mínútu og var sigurinn aldrei í hættu. Liðið leiðir einvígið með tveimur sigrum gegn einum.
Stephen Curry var stigahæstur í liði Golden State með 47 en Kawhi Leonard í liði Toronto með 30. Pascal Siakam náði flestum fráköstum, níu, en Curry átta. Kyle Lowry leikmaður Toronto var með flestar stoðsendingar, níu, og Curry var með flestar af leikmönnum Golden State, sjö.
Liðin etja næst kappi aðfaranótt sunnudags í Toronto.
GAME 3 FINAL SCORE
Kawhi Leonard (30 PTS), Kyle Lowry (23 PTS, 9 AST), & Danny Green (18 PTS, 6 3PM) help the @Raptors take a 2-1 series lead with the Game 3 road victory! #NBAFinals #WeTheNorth 123#StrengthInNumbers 109
Siakam: 18 PTS, 9 REB
Curry: 47 PTS, 6 3PM pic.twitter.com/CfDWJr3LpQ— NBA (@NBA) June 6, 2019