Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Rannsókn eineltisárásar á lokastigi

11.05.2016 - 12:09
Mynd með færslu
 Mynd: Langholtsskóli
Rannsókn á árás á unglingsstúlku við Langholtsskóla í síðustu viku er á lokastigi að sögn Guðrúnar Jack hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Búið er að taka skýrslur af þolanda og  gerendum og telst málið upplýst. Gerendurnir eru  þrjár stúlkur og eru tvær þeirra undir lögaldri. Mál þeirrar þriðju fer til skoðunar hjá ákærusviði embættisins, en mál hinna tveggja eru til meðferðar hjá barnaverndaryfirvöldum í Reykjavík og Hafnarfirði og segir Guðrún barnaverndaryfirvöld hafa tekið vel og ákveðið á málinu.

holm's picture
Haukur Holm
Fréttastofa RÚV