Rannsókn á rútuslysi að ljúka

04.07.2019 - 11:06
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Rannsókn á rútuslysi, sem varð þann 16. maí síðastliðinn á Suðurlandsvegi við Hofgarð í Öræfum, fer senn að ljúka. Samkvæmt rannsókn á ökurita rútunnar var henni ekið á löglegum hraða og bílstjórinn var allsgáður við aksturinn

Frá þessu er greint á vef lögreglunnar. Sérfræðigögn hafa skilað sér inn til lögreglu en enn er beðið eftir slysavottorðum einstakra farþega og gæti það tekið einhvern tíma. Sætisbeltanotkun farþega rútunnar var ábótavant. Talið er að áverkar farþeganna hefðu orðið minni ef allir hefðu verið með beltin spennt en nokkrir þeirra hlutu alvarlega áverka.  

Tinna Eiríksdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi