Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Rannsókn á hnífstunguárás lokið

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið rannsókn á morði sem framið var á Austurvelli í byrjun desember. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, staðfestir að lögregla hafi lokið rannsókninni í liðinni viku. Málið sé nú á borði lögfræðideildar lögreglunnar sem taki ákvörðun um hvort það verði sent áfram til saksóknara og ákæra gefin út.

Árásin var framin aðfaranótt 3. desember á síðasta ári en árásarmaðurinn situr ennþá í gæsluvarðhaldi. Hann er Íslendingur á þrítugsaldri og réðist á tvo albanska menn á Austurvelli og stakk þá með hnífi.

Þeir voru báðir fluttir á bráðamóttöku og annar þeirra lést af sárum sínum. Sá hét Klevis Sula og hafði verið stunginn nokkrum sinnum með hnífi. Árásarmaðurinn var undir áhrifum þegar hann var handtekinn í Garðabæ morguninn eftir árásina.