Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Rannsaka gas við Holuhraun

25.01.2015 - 20:02
Mynd með færslu
 Mynd:
Gas sem berst frá eldstöðinni við Holuhraun verður rannsakað sérstaklega. Sex gastegundir berast frá henni og er gasmagnið óvenjumikið miðað við magn kviku sem kemur upp.

Ekki hefur mikið verið gert af því að mæla gas við eldstöðvarnar í Holuhrauni en þær mælingar sem hafa verið gerðar sýna að þaðan berst mikið af gasi. Fjórtán erlendir og íslenskir vísindamenn fóru inn að Holuhrauni í vikunni í fyrsta skipti í sex vikur. Markmiðið var m.a. að rannsaka þær sex gastegundir sem koma frá eldstöðinni. 90 prósent af gasinu er vatn, næst mest er af koltvísýringi og brennisteinsdíoxíði eða þrjú til fjögur prósent af hvorri tegund. Lítið er af klór og flúor og mjög lítið kolmónoxíð sem er lífshættuleg gastegund.  

Mikið er af brennisteindíoxíði frá Holuhrauni ef miðað er við önnur eldgos. Mun meira hefur borist af þeirri gastegund úr Holuhrauni en bæði frá eldfjallinu Kilaúea á Hawai og Etnu á Ítalíu en það eru eldfjöll sem eru mjög svipuð Holuhrauni á margan hátt og eru mjög virk. Nokkrar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum brennisteinsdíoxíðs á eldstöðvum víða um heim en ekki hér á norðurhveli jarðar. Ekki hefur svona mikið af brennisteinsdíoxiði komið úr eldgosi frá Skaftáreldum 1783. 

Evgeníu Ilyinskaya, eldfjallafræðingur hjá bresku jarðfræðistofnuninni, segir að svona eldgos hafi ekki sést í manna minnum og þetta sé því gott tækifæri til að skilja það betur. Unnið verður úr rannsókninni eins hratt og hægt og niðurstöðunum komið til almennings. Einnig verður upplýsingum safnað um svifryk en mjög mikilvægt er að rannsaka það. „Það er það sem lifir sem lengst í andrúmsloftinu í andrúmsloftinu miðað við gasið gasið s.s. breytist yfir í svifryk og svo fer þetta svifryk um og þetta er sýra sem getur haft rosaleg áhrif á heilsu og umhverfið og jafnvel loftslagið líka,“ segir Evgenía.