Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Rangt almanak hefur áhrif á allt samfélagið

Mynd: Háskóli Íslands / Almanak.hi.is

Rangt almanak hefur áhrif á allt samfélagið

12.01.2020 - 08:36

Höfundar

Elsta íslenska almanakið sem enn er reiknað og gefið út er Almanak Háskóla Íslands sem hefur komið út árlega frá 1837. Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðingur hefur unnið að almanakinu í meira en hálfa öld – en hann segir það vera mikið nákvæmnisverk að reikna út og setja fram hinar fjölbreyttu upplýsingar sem finna má í almanakinu. Sjávarföll, helgidaga, gang himintungla, mælieiningar, tímabelti jarðar, og ríki heims.

Um langt skeið hafði Háskóli Íslands einkarétt á útgáfu almanaksins en í dag byggja nánast öll dagatöl sem gefin eru út á Íslandi á almanaki háskólans. Minnstu villur í útreikningum geta því haft áhrif á allt samfélagið. Til að mynda þarf að reikna út gamla íslenska tímatalið, misseristalið svokallaða, og þá hátíðisdaga sem eru hluti af því.

„Það þarf að sjá til þess að það sé rétt. Til dæmis að Bóndadagur sé á réttum tíma,“ segir Þorsteinn, en þessi fyrsti dagur Þorra er alltaf á föstudegi í 13. viku vetrar – í ár það 24. janúar.

„Það kom einu sinni fyrir að hér var gefið út almanak þar sem bóndadagur var á röngum degi. Það hafði talsverðar afleiðingar fyrir veitingamenn og aðra sem voru búnir að undirbúa sig. Og líka fyrir útvarpið, það var dagskrá sem var búið að ákveða og varð eiginlega ekki hnikað. Það munaði einni viku minnir mig,“ segir Þorsteinn.

Fjallað var ítarlega um dagatöl og gang tímans í Lestinni á Rás 1.

Tengdar fréttir

Bókmenntir

Sagnfræðileg greining og róttækar tillögur frá Piketty

Menningarefni

Neðanjarðarsala á smokkum í Lærða skólanum fyrir 1900

Pistlar

Við munum öll deyja

Myndlist

Myndlist er bara fallegt orð yfir mikið vesen