Allt stefnir í að kjósa þurfi aftur milli tveggja efstu manna í forsetakosningunum á Austur-Tímor í gær, en Jose Ramos-Horta, forseti, er líkast til úr leik.
Þegar búið var að telja um 70 prósent voru Francisco „Lu Olo" Guterres, frambjóðandi Fretelin-flokksins, og skæruliðaforinginn fyrrverandi Taur Matan Ruak í tveimur efstu sætunum, en Ramos-Horta í því þriðja. Ramos-Horta sigraði Guterres í forsetakosningum fyrir fimm árum.