Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Ramos-Horta miðlar málum

16.04.2012 - 10:47
Mynd með færslu
 Mynd:
Herforingjastjórnin í Gíneu-Bissá hefur fallist á að Jose Ramos-Horta, fráfarandi forseti Austur-Tímor, verði milligöngumaður í deilunum í landinu.

Háttsettur embættismaður greindi frá þessu í morgun og sagði að Ramos-Horta hefði boðist til að miðla málum og að herforingjarnir, sem tóku völdin í landinu á dögunum, hefðu samþykkt það. Bæði Austur-Tímor og Gínea-Bissá voru nýlendur Portúgals á sínum tíma. Herinn í Gíneu-Bissá tók völdin í landinu í síðustu viku og handtók fjölda ráðherra og embættismanna, þeirra á meðal Carlos Gomes Junior, forsætisráðherra.