Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Ragnar skaut á Yoko á yfirlitssýningu hennar

Mynd með færslu
 Mynd: Anna Fjóla Gísladóttir - Reykjavíkurborg

Ragnar skaut á Yoko á yfirlitssýningu hennar

12.10.2016 - 14:20

Höfundar

Gjörningalistamaðurinn Ragnar Kjartansson notaði tækifærið á dögunum þegar Yoko Ono bað hann ásamt öðrum íslenskum listamönnum að gera listaverk tileinkað sér - til að gera góðlátlegt grín að henni sjálfri.

Verk Ragnars, „stök plóma, fljótandi í ilmvatni, borin fram í karlmannshatti“, er tilvitnun í atriði úr þáttunum um Simpson-fjölskylduna þar sem gert er grín að Yoko Ono. Atriðið má sjá hér fyrir neðan. Yfirlitssýning á verkum Yoko Ono var opnuð síðastliðinn föstudag í Hafnarhúsinu.

Uppfært kl. 16.30.

Fréttastofu hafa borist þau fyrirmæli sem Yoko Ono sendi á 12 íslenska myndlistamenn, þar á meðal Ragnar Kjartansson: 

„Kæru félagar í listinni, mig langar að

biðja ykkur um ílát undir vatn handa

völdum manneskjum, annað hvort til

að græða huga þeirra (til dæmis þegar

um stríðsherra er að ræða) eða til

að þakka fyrir kjarkinn sem þarf til

að standa í eldlínunni (eins og þegar

um aðgerðasinna er að ræða). Vatnið

má líka gefa tilteknum einstaklingum,

hópum, eða landi sem þjáist vegna mikils

skorts á vatni (ást). Ég og þú leggjum til

vatnið. Hvert verk verður sýnt í safninu

með tileinkun. Skemmtum okkur við að gera þetta saman.

Ég færi ykkur ást

mína og virðingu, Yoko.“

 

Tengdar fréttir

Innlent

Friðarverðlaun Yoko Ono veitt í dag