Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Ragnar selur The Visitors

Mynd með færslu
 Mynd:

Ragnar selur The Visitors

05.12.2013 - 07:16
Sex eintök listaverksins The Visitors, eftir myndlistamanninn Ragnar Kjartansson, hafa verið seld erlendum listasöfnum. Viðskiptablaðið greinir frá þessu. Verkið var sýnt í Kling og Bang galleríinu um síðustu helgi en hafði áður verið sýnt í Zürich, New York, Mílanó og Vín.

Sex eintök verksins voru seld virtum erlendum listasöfnum á borð við Nýlistasafnið MoMA í New York og San Francisco, og Migros-safnið í Zurich. Eintakið sem er til sýnis í Kling og Bang er í eigu barónessunnar Francescu von Habsburg, sem hefur reynst íslenskri listsköpun dýrmætur bandamaður á síðustu árum. 

Hið kvenlæga og harmrænn sigur þess er þungamiðja The Visitors - óður vináttu við tónfall rómantískrar örvæntingar, segir í kynningu á verkinu. „Hópur vina og tónlistarmanna safnast saman í kjörlendi bóhemíunnar, í ljósaskiptunum á hinum stórbrotna og hnignandi Rokeby Farm í uppsveitum New York. Staðurinn verður vettvangur þess sem Ragnar kallar feminískt, níhilískt gospel lag: marglaga portrett af vinum listamannsins, könnun á möguleikum tónlistar í kvikmyndaforminu og dregur titil sinn af síðust plötu ABBA, The Visitors, sem mörkuð var aðskilnaði og ósigri“.

Leiðrétt: Í upphaflegri útgáfu var sagt að verkið hefði selst fyrir 84 milljónir og var vísað til fréttar Viðskiptablaðsins um að verð hvers eintaks hefði verið 120 þúsund Bandaríkjadollarar, samtals 84 milljónir króna. Þar var sagt að erfitt væri að segja nákvæmlega til um verðið. Fréttastofa hefur fengið upplýsingar um að verðið sem fékkst fyrir listaverkin hafi ekki numið 84 milljónum króna, en að endanleg upphæð liggi ekki fyrir.