Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Rafmagnslaust við norðanverðan Eyjafjörð

10.01.2020 - 16:16
Mynd með færslu
 Mynd: RARIK
Rafmagnslaust varð á Ólafsfirði, Siglufirði, Dalvík og Grenivík um klukkan hálf fjögur í dag. Rafmagn komst á aftur á Ólafsfirði upp úr klukkan fjögur og á Siglufirði um klukkan hálf fimm. Skömmu fyrir sjö var komið á rafmagn aftur á þessum slóðum aftur. Hins vegar varð rafmagnslaust í Svarfaðardal. Þar er gert ráð fyrir að rafmagn komist á aftur ekki síðar en um klukkan hálf sjö.

Í upphaflegri gerð fréttarinnar sagði að rafmagnslaust hefði orðið á Dalvík en að rafmagnið væri komið inn aftur. Það byggði á færslu Landsnets á Facebook. Nokkrir Dalvíkingar höfðu samband og sögðust enn vera án rafmagns. 

Starfsmenn RARIK sögðu í samtali við fréttastofu að búið væri að koma á rafmagni á einhverja þá sem urðu rafmagnslausir. Þá var staðfest að rafmagn væri komið í lag á Ólafsfirði og unnið að því að koma því í lag á öðrum stöðum.

Geiradalslína leysti út skömmu fyrir þrjú í dag og varð þá rafmagnslaust á öllum Vestfjörðum þar til varaafli var komið á. Lengst var rafmagnslaust á Hólmavík, í Reykhólasveit og á hluta Barðastrandar. Geiradalslína komst aftur inn upp úr klukkan þrjú. 

Fréttin var uppfærð 17:47.

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV